Stapaprent hannar og prentar jólakort, afmæliskort, brúðkaupskort, fermingarkort og margar aðrar gerðir korta. Kort eru mjög einföld og þægileg leið til að koma til skila kveðjum og heillaóskum og þau geymast lengur og betur en rafrænar kveðjur.
Stapaprent býður upp á aðstoð við uppsetningu, litaval og textasmíði fyrir sérhönnuð kort sem senda skal viðskiptavinum á hátíðarstundum eða til vina og vandamanna við sérstök tækifæri. Öll kort og umslög er hægt að nafnamerkja.
Við leggjum áherslu á vandaða hönnun, hágæða prentun og fljóta og góða þjónustu við viðskiptavini. Prentráðgjafar okkar eru í stöðugu sambandi við viðskiptavini, leiðbeina, gefa góð ráð og gera verðtilboð.
Pappírsþykktir
Pappírsþykkt í boðskortum er venjulega frá 250 gr. til 350 gr.
Algengar stærðir
A6 – A5 – 150×150 mm. spjöld | A6, 4 síður | A5, 4 síður | 150×150 mm. 4 síður | 99×210 mm.
Aðrir útlitsmöguleikar
Laminering, matt eða glans | Áritun | Upphleyping | Gylling | Þrykking | Stönsun
Vefur hannaður af Paprika ehf.