
Ársskýrslur
Stafræn prentun ársskýrslna er góður kostur sem heldur kostnaði niðri. Skiptir þá engu hvort óskað er eftir einu eintaki af ársskýrslu eða 100. Hið sama gildir um annars konar skýrslur, t.d. afkomuskýrslur fyrir hvern fjórðung eða annars konar prentefni sem fyrirtæki eða félög þurfa að prenta og dreifa. Ársskýrslu eru prentaðar á ýmsa vegu einfaldar í einum lit eða með flóknari frágangi, allt eftir óskum viðskiptavinar.
Áhersla okkar er á vandaða hönnun, hágæða prentun og fljóta og góða þjónustu við viðskiptavini. Prentráðgjafar okkar eru í stöðugu sambandi við viðskiptavini, leiðbeina, gefa góð ráð og gera verðtilboð.
Frágangur
Algengar aðferðir við frágang ársskýrslna eru: brotið og heft í kjöl, fræst í kjöl og gormun.
Pappírsþykktir
Pappírsþykkt í innsíðum er venjulega frá 100 gr. til 170 gr. og kápa 250 gr. til 350 gr.
Algengar stærðir
A4 (210×297 mm.)
Endurprentun
Við tökum að okkur að endurprenta eldra efni af ýmsu tagi. Allt efni sem okkur berst og öll verkefni sem við tökum að okkur eru varðveitt á stafrænu formi.
Aðrir útlitsmöguleikar
Laminering, matt eða glans | Lökkun | Upphleyping | Gylling | Þrykking | Stönsun
Pappír
Pappír á rúllum er 90 gr. 120 gr. 140 gr. og 180 gr. mattur og 200 gr. ljósmyndapappír.
Canvas strigaefni og tauefni sem er frábær lausn fyrir þá sem eru mikið á ferðinni.
Pappír í örkum er 200-300 gr. Munken Lynx, Munken Pure og Munken Polar
Algengar stærðir
A2 (420×594 mm.) | A1 (594×840 mm.) | A0 (841×1189 mm.) | 500×700 mm. | 700×1000 mm.
Aðrir útlitsmöguleikar
Plöstun, matt eða glans | Límt á foam-plötu