
Bæklingar, hefti og einblöðungar
Tilvalið er að kynna fyrirtæki og þjónustu af öllu tagi með litskreyttum bæklingum, heftum og jafnvel einblöðungum. Þetta efni getum við hannað og prentað í fjölmörgum stærðum og útfærslum. Stapaprent leggur mikla áherslu á vandaðan pappír og hágæða prentun á öllu efni sem við sendum frá okkur. Prentráðgjafar okkar eru í stöðugu sambandi við viðskiptavini, leiðbeina, gefa góð ráð og gera verðtilboð.Við leggjum áherslu á fljóta og góða þjónustu.
Frágangur
Algengustu aðferðir við frágang bæklinga eru að brjóta og hefta í kjöl, fræsa í kjöl og gorma
Pappírsþykktir
Pappírsþykkt í bæklingum, heftum og einblöðungum getur verið frá 70 gr. til 350 gr.
Algengast er að innsíður bæklinga séu á 130-170 gr. pappír og kápan á 200-350 gr. pappír.
Algengar stærðir
A4 (210×297 mm.) | A5 (148×210 mm.) | A6 (105×148 mm.) | 99×210 mm. (túristabrot)
Endurprentun
Við tökum að okkur að endurprenta eldra efni af ýmsu tagi. Allt efni sem okkur berst og öll verkefni sem við tökum að okkur eru varðveitt á stafrænu formi.
Aðrir útlitsmöguleikar
Laminering, matt eða glans | Plöstun, matt eða glans | Upphleyping | Gylling | Þrykking | Stönsun