
Markpóstur
Markpóstur og annar fjölpóstur er mjög vinsæll kostur og jafnframt talinn sá áhrifamesti þegar þarf að ná til ákveðinna hópa í þjóðfélaginu. Markpóstur er oftast sendur í formi sölubæklinga, fréttabréfa, einblöðunga og póstkorta. Hægt er að útbúa hann og prenta á mjög fjölbreyttu og mismunandi sniði, til dæmis með mismunandi leturgerð, myndum, strikamerkjum og hverskyns öðrum upplýsingum. Við sjáum um nafnamerkingar beint á allan markpóst, umslög, boðskort o.s.frv. og önnumst pökkun og annan frágang sem óskað er eftir. Við sendum markpóstinn á póststöðvar eða beint til viðskiptavina ef þess er óskað. Prentráðgjafar okkar eru í stöðugu sambandi við viðskiptavini, leiðbeina, gefa góð ráð og gera verðtilboð.
Áhersla okkar er á vandaða hönnun, hágæða prentun og fljóta og góða þjónustu við viðskiptavini
Frágangur
Frágangur miðast fyrst og fremst við óskir viðskiptavinar.
Pappírsþykktir
Pappírsþykkt í markpósti getur verið frá 70 gr. til 350 gr.
Algengar stærðir
A4 (210×297 mm.) | A5 (148×210 mm.)
Aðrir útlitsmöguleikar
Laminering, matt eða glans | Plöstun, matt eða glans | Upphleyping | Gylling | Þrykking | Stönsun